For The Love Of Curls

Hair Apology

Fyrirgefðu hár!

Hair Apology línan okkar er fyrir hár sem hefur fengið nóg. Endalaus hitamótun, litun og aflitun, þungar mótunarvörur og slítandi hárgreiðslur. Vörurnar í línunni eru gerðar sérstaklega til þess að svara neyðarkalli hársins og innihalda þær öflug innihaldsefni sem gera við og endurbyggja hárið ásamt því að mýkja það og styrkja.

Fáðu fyrirgefningu hársynda þinna með Hair Apology!

Svellkaldur tónn

Nýlitað ljóst hár hefur fallegan lit og lítur frábærlega út, en með tímanum getur hárið fengið koparlitaða tóna og gula slikju.

Bleach Blondes vörulínan okkar er sérstaklega öflug í að vinna gegn þessum litabreytingum með bláum og djúpfjólubláum litaögnum.

Finndu þá vöru sem hentar þér og viðhaltu köldum ljósum tón lengur.