Barnalína

Hvað er gyllinæð?

Er ekki komin tími til að rjúfa þagnarmúr skammar hvað viðkemur elskunni henni gyllinæð?
Þú ert sko ekki ein/n í heimininum sem hefur fengið gyllinæð, því talið er að allt að annar hver maður hafi fundið fyrir gyllinæð einhverntíman á ævinni! Pældu í því, og svo er maður bara eitthvað að pukrast með þetta í sínu horni, að prufa allskonar húsmæðraráð og heimatilbúin smyrsli við misjafnan árangur.

Það er allavega nánast víst að ef þú ert að lesa þessa grein, þá eru miklar líkur á því að þú sért að glíma við óþægindi af völdum gyllinæðar. Án þess að ætla að fara út í of mikil fræði þá er þetta virkilega algengur, en hvimleiður kvilli, sem í flestum tilvikum þrýstir sér í formi æðagúlps út um endaþarminn á þér og veldur blæðingum, kláða, sársauka og erfiðleikum við að losa hægðir.

Lús! Hvað nú?

Hver elskar ekki að fá tilkynningu frá menntastofnun barnsins síns um að það hafi fundist lús og nú sé tími til að kemba!?!
Flestir fara samviskusamlega í að kemba og útrýma, en það er alltaf einhverjum sem er bara alveg sama og lúsin blómstrar sem aldrei fyrr.
Hvernig í ananas eigum við hin að koma í veg fyrir að þetta kvikyndi taki sér bólfestu í afkomendum okkar, tala nú ekki um okkur sjálfum? 
Hér er því smá fróðleikur um lús, fælingarmátt foreldra og útrýmingarherferðir.

Byrjum á að þakka foreldrunum sem tilkynna um lúsasmit í skólann, annars fengi lúsin að grassera í hinum ýmsu hársvörðum þar til vandamálið, verður að VANDAMÁLI sem getur verið þó nokkuð maus að ná tökum á (tala nú ekki um allan peninginn sem rennur í sjóð lúsasjampóframleiðenda). 
Sem betur fer er mýtan um að lúsin þrífist bara í skítugu hári og spretti upp úr óhreinu umhverfi óðum að hverfa. Hún er samt því miður ekki  alveg horfin úr sinni okkar landsmanna. 

We Value Your Privacy

We value your privacy. This website uses cookies to enhance your experience and provide personalized content and analytics. By clicking "Accept," you consent to the use of all non-essential cookies. You can customize your preferences or withdraw your consent at any time. For more information about how we use cookies and protect your data, please review our Cookie Policy.