Varasalvar

Ethique er margverðlaunað nýsjálenskt snyrtivörumerki sem leggur alla áherslu á vera umhverfisvænt og framleiðir allar sínar vörur í föstu formi, kubbum. Fyrirtækið hefur eitt megin markmið og það er að hjálpa neytendum að sleppa plasti án þess að glata gæðum. Þessir litlu kubbar hafa náð gríðarlegum vinsældum og unnið til fjölda verðlauna meðal annars fyrir að vera eitt sjálfbærasta snyrtivörumerki í heiminum í dag.

Innihaldsefni Ethique varanna eru framleidd með sjálfbærum hætti og af náttúrulegum uppruna og algjörlega án allra plastumbúða. Í stað þess eru umbúðir varanna úr pappa og algjörlega niðurbrjótanlegar, meira að segja límmiðinn sem innsiglar hvert box!


Sölustaðir Ethique eru Hagkaup Skeifan, Kringla, Smáralind og Garðabær, BeautyBox, Fotia.is, Fjarðarkaup, BeautyBar, Vistvæna búðin, Reykjanesapótek og Akureyrarapótek. 

Varalitir

Hárvörur

Einn kubbur, meira en sýnist!

Allt að 75% af innihaldi hefðbundins sjampóbrúsa og um 90% af innihaldi hárnæringarbrúsa er vatn. Vatn er vissulega mikilvægur partur af þessum vörum, en hugmyndafræði Ethique er sú að halda öllum þeim góðu innihaldsefnum sem gera góða vöru en sleppa einfaldlega vatninu, því við erum jú með nóg vatn í sturtunni! Þannig er hægt að hafa vörurnar í föstu formi og spara bæði vatn og umbúðir án þess að tapa gæðum og virkni.


Eingöngu hágæðahráefni af vistvænum og sjálfbærum býlum eru notuð í kubbana, þar sem tryggt er að ræktendur njóti góðs af ágóðanum. Þar af leiðandi er kostnaðurinn við framleiðslu vörunnar hár en á móti kemur að hún er gríðarlega endingargóð. En einn Ethique sjampókubbur er á við þrjá hefðbundna 350ml brúsa og einn Ethique hárnæringarkubbur á við fimm 350ml brúsa.

Plastlaust fyrir andlitið

Ethique  er ekki bara fyrir hárið heldur eru einnigr vörur fyrir andlit og líkama. Einn af andlitshreinsikubbunum okkar er Bliss Bar, en hann er mildur andlitshreinsir sem hentar fyrir venjulega og þurra húð.

Ef þú elskar kókos hann er þessi hreinsir eitthvað fyrir þig. Kubburinn inniheldur kókossmjör, glýserín sem unnið er úr plöntum og leir. Bliss Bar hreinsar burt farða án þess að þurrka húðina og hentar því líka fyrir viðkvæma húð.

100% sápu- og ilmefnalaus. Bliss Bar jafnast á við 3 x 350 ml einingar af hefðbundnum andlitshreinsi.

We Value Your Privacy

We value your privacy. This website uses cookies to enhance your experience and provide personalized content and analytics. By clicking "Accept," you consent to the use of all non-essential cookies. You can customize your preferences or withdraw your consent at any time. For more information about how we use cookies and protect your data, please review our Cookie Policy.