Hárvörur

Hár og líkami

Í háttinn með Childs Farm

Mörgum finnst mikilvægt að skapa góðar svefnvenjur fyrir ungabörn en þá er rauði þráðurinn sá að finna ákveðna röð atburða sem gerast á hverju kvöldi fyrir svefn svo að barnið finni að nú sé að koma að nætursvefni.

Þótt engin þörf sé á að baða börn daglega finnst þeim flestum notalegt í baðinu og það skapar dýrmætt tækifæri fyrir nána samveru. Margir kjósa því að hafa rólegan baðtíma á kvöldin sem hluta af háttatíma rútínu barna sinna, og þess vegna hefur Childs Farm þróað vörur sínar með þetta að leiðarljósi.

Róandi fyrir svefninn
Ein af þessum vörum er Bedtime Bubbles sem er milt og léttfreyðandi bubblubað sem inniheldur róandi tangerínu olíu ásamt öðrum rakagefandi innihaldsefnum og hefur því ekki þurrkandi áhrif á viðkvæma ungbarnahúð. 

Vissir þú: að baðferðir geta haft mjög þurrkandi áhrif á húð okkar allra? Þess vegna skiptir máli að hugsa vel um hvað við setjum í baðið og passa að bera gott rakagefandi krem eða olíu á húðina strax á eftir.

Ungbarnalína

Búbblur

Sólarvörn fyrir börn – Hvað þarf að passa?

Húð barna er viðkvæmari fyrir sólargeislum en húð fullorðinna og þess vegna er afar mikilvægt fyrir foreldra að bera vel af sólarvörn á börnin áður en farið er út.

Ef maður brennur illa sem barn eða unglingur eru auknar líkur á húðkrabbameini síðar á lífsleiðinni. Þess vegna er svo mikilvægt sem foreldri að vera meðvitaður um mikilvægi sólarvarna og passa að bera vel á börnin. Með því að nota góða sólarvörn með háum varnarstuðli er hægt að verja húðina fyrir skemmdum og minnka áhættu á húðkrabbameini síðar á ævinni.

Almennt er ráðlagt að nota sólarvörn með að minnsta kosti 30 SPF varnarstuðli fyrir hversdagslega útiveru en jafnvel hærri í fríum á sólarströnd, 50 SPF. Mikilvægt er að passa að sólarvörnin sem valin er innihaldi vörn gegn bæði UVA og UVB geislum sólarinnar en þess má t.d. geta að UVA geislar ná í gegnum gler!

Besta leiðin til þess að verja húð barna okkar gegn sólinni er þó og verður alltaf skuggi og fatnaður. 

Sól og sund