Krullað hár hefur einstakan sjarma – fullt sjálfstrausts og kynþokka, en konur með náttúrulega krullað hár vita að röng hárumhirða getur breytt fallegum krullum í úfna og flækta martröð!
Erfiðar og ósamvinnuþýðar krullur geta breyst í tættar flækjur og orðið algjörlega óviðráðanlegar ef þær fá ekki rétta meðhöndlun. Með réttum vörum og góðum handtökum er hægt að kalla fram einstaka eiginleika hársins og gera krullhærðum konum kleift að finna styrkinn og sjálfstraustið til að bera höfuðið hátt og taka krullurnar í sátt.
Dream Curls línan okkar inniheldur Abyssinian olíu og er sérstaklega þróuð til að umbreyta óútreiknanlegu hári í mjúkar og mótaðar krullur sem haldast allan daginn.
Aðeins ljóskurnar vita af eigin raun hvað það er erfitt að ná fram, og halda hinum fullkomna ljósa lit. Það getur farið illa með hárið að lýsa það og hárstrendingarnir eru opnir og viðkvæmir á eftir, hárið þurrt og getur brotnað auðveldlega. Ljósi liturinn er einnig viðkvæmur fyrir sólarljósi og efnum í umhverfinu svo að hann á til að gulna og verða kopartóna.
Við vitum hvað þarf til að viðhalda heilbrigðum ljósum lokkum og þess vegna inniheldur Sheer Blonde línan okkar þrjár mismunandi undirlínur sem sinna ólíkum þörfum eftir því hvar í ljóskuhringnum þú ert.
1. Raki
Þegar ljóst hár er ný-litað er það opið og viðkvæmt. Það þarf því nægan raka og næringu til að jafna sig. Highlight Activating Moisturising sjampó og næring innihalda m.a. avókadóolíu sem gefur hárinu einstakan raka.
2. Litaleiðrétting
Violet Crush línan inniheldur fjólubláan lit sem kælir ljósa litatóna með því að fjarlægja gula- og kopartóna. Nógu milt til að nota daglega.
3. Lýsing
Þegar líða fer að næstu litun og dekkri rót farin að sjást í hársverðinum, getur Go Blonder línan lýst hárið um allt að tvo tóna. Hárið fær á sig frísklegt “nýkomin úr litun” útlit.
Go Blonder lýsingarspreyið er tilvalið að nota í rótina ef fresta á næstu litun. Mundu bara að fara eftir leiðbeiningunum til að ná sem bestum árangri.
Hannað með 💖 – Grafíker
CU2 Ehf © 2023. Allur réttur áskilinn