Grow Strong & Long : Stimulating Scalp Serum

Description

Fáðu síða hár drauma þinna með Lee Stafford Grow Strong & Long Stimulating Scalp Serum. Serumið inniheldur blöndu af öflugum hárvaxtarhvetjandi próteinum sem, með reglulegri notkun, hjálpa hárinu þínu að verða lengra og sterkara.

Serumið er samsett úr tvöföldu magni af PRO-GROWTH™, einkaleyfisvarðri formúlu sem Lee Stafford hefur þróað, auk einstakrar blöndu lúpínufræja og plöntupróteina sem að styrkja skemmda hárstrendinga.

Í stuttu máli: Þetta einstaklega nærandi hárserum vinnur á þurrum og brothættum hárstrendingum svo hárið verður sterkara og nær loks að síkka.

Þú munt elska það vegna þess að: Það nærir hársvörðinn, sem í kjölfarið skapar góðan jarðveg fyrir heilbrigðan hárvöxt.

Hvernig það virkar: Serumið styrkir hvert hár og eykur einnig rúmmál þess svo hárið virðist þykkara.

Hárhetjan: Eitt aðal innihaldsefnið í seruminu er vatnsrofið lúpínuþykkni en það er leynivopnið sem bætir styrk hársins.

Er það rétt fyrir mig? Já, ef hárið þitt er viðkvæmt fyrir broti, slitnar auðveldlega og á erfitt með að vaxa umfram ákveðna sídd.

 

Notkunarleiðbeiningar

Eftir hárþvott með Grow Long & Strong sjampó og næringu skaltu bera tvær fullar pípettur af Stimulating Scalp Serum í handklæðaþurrt hár alveg við rótina.

Nuddaðu með fingurgómum til að tryggja jafna þekju. Greiddu síðan í gegn um hárið varlega og blástu það þangað til þurrt.