Curls Defining Gel for Waves & Curls

Description

CGM samþykkt gel með góðu haldi sem læsir löguninni á krullunum þínum. Fyrir liði og krullur frá 2A til 3C.  

Nærandi gel sem mótar krullur og temur úfið hár eða „frizz“. Inniheldur Cameliu, Shea smjör og kókoskjarna.  

  • Hemur „frizz“ 
  • Langvarandi hald
  • Léttar krullur án þess að verða stökkar
  • Verndar gegn raka 
  • Ýtir undir krullur 

Létt mótunargel sem er sérstaklega þróað fyrir liði og krullur frá 2A til 3C. 

Mótunargelið okkar ýtir undir náttúrulegar krullur, léttir á þeim og heldur forminu. Langvarandi hald án þess að gera krullurnar stökkar, eða skilja eftir sig „flögur“ í hárinu! Ef notað er í blautt hár er þetta nærandi gel létt, en temur úfið hár og verndar gegn raka.  

Við vitum að krullað hár getur verið þurrara og viðkvæmara en aðrar hártýpur, þess vegna er raki aðalatriðið í For The Love Of Curls línunni. Þú finnur aldrei olíubyggð sílíkon, súlföt (SLS & SLES), þurrkandi alkóhól, steinefnaolíur eða steinefnavax í formúlunum okkar. Mótunargelið okkar er blandað úr náttúrulegu, sjálfbæru, nærandi og styrkjandi innihaldi sem krullurnar þínar eiga eftir að elska. 

Málamiðlunarlaus hárumhirða fyrir krullur. 100% Curly Girl samþykkt, vegan og snýst um raka. 

Notkun  

  • Klíptu upp í hreint, blautt hár
  • Skiptu hárinu upp þannig að gelið dreifist jafnt
  • Til þess að forðast „frizz“ slepptu því að snerta hárið þar til alveg þurrt
  • Hristu svo úr krullunum eins og þig lystir! 

Ráð frá Lee: „Leiktu þér og settu smá lag af geli ofan á Curl Custard fyrir ennþá meira hald og stjórn á úfnum lokkum.“