Nýjasta vörulínan okkar heitir Vipstick og er frá fyrirtækinu Hygiene Hero. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á vörum sem eru sérstaklega fyrir þau sem hafa píkur. Við erum ótrúlega spennt að bæta þessu merki við sístækkandi vörumerkjafjölskyldu okkar en þessi málaflokkur er mikilvægur og ætti ekki að vera feimnismál.
CU2 er heildsala með gæðavörumerki eins og John Frieda, Lee Stafford, Childs Farm og Babyfoot. Við leggjum áherslu á að flytja inn vörur sem eru fyrsta flokks og að viðskiptavinir okkar njóti framúrskarandi þjónustu. Við dreifum vörunum okkar í allar helstu stórverslanir landsins ásamt því að sinna apótekum og sundlaugum. CU2 er sífellt að bæta við sig nýjum birgjum og söluaðilum og erum við með yfir 150 útsölustaði.