So Cocoa varasalvi

Categories: ,

Description

Næstum 200 milljón plastumbúðum utan af varasölvum er hent á hverju ári og meirihluti þeirra umbúða endar ekki í endurvinnslu! Þessi varasalvi gerir ekki bara gott fyrir varirnar þínar, heldur líka fólk og jörðina.

Gott fyrir varirnar – So Cocoa ilmar eins og súkkulaðibiti – hvað er betra en ilmurinn af girnilegu súkkulaði? Varasalvinn nærir, mýkir og verndar varirnar þínar með jójóba-, laxer- og morgunfrúarolíu ásamt fullt af kakósmjöri og dassi af E-vítamíni. Við prófun á varasölvunum okkar fundu 94% strax mun á vörunum sínum! So Cocoa er svo góður að þú munt aldrei gleyma hvar þú skildir hann eftir.

Gott fyrir jörðina – salvinn kemur í 100% plastlausum umbúðum sem má setja í moltugerð.

Gott fyrir fólk – hjá Ethique er lagt mikið kapp á að afla innihaldsefna sem framleidd eru með sjáflbærum hætti frá stöðum eins og Rwanda og Samoa. Með því að versla beint við framleiðendur/bændur er hægt að auka gagnsæi sem tryggir öruggari innkomu fyrir þau og betri vinnuskilyrði.