Hárþynning karlmanna – Góð ráð

Innihald

Innihald

 

Hvernig geta karlmenn fengið þykkara hár?

Flestir karlmenn vilja hafa þykkt hár. En því miður erum við ekki öll svo heppin að ná að viðhalda eðlilegum hárvexti, sérstaklega þegar við förum að eldast. Hvort sem okkur langar til að viðurkenna það eða ekki, þá gætu mörg okkar notið góðs af aðeins meiri aðstoð þegar kemur að hárinu. Jafnvel þótt hárþynning sé ekki endilega farin að sjást er ósk margra að vera með þykkara hár með meiri fyllingu. En er hægt að fá þykkara hár? Og hvernig?


Engar áhyggjur! Nanogen er hér með smá sérfræðiráðgjöf. Með nokkrum einföldum breytingum gætir þú fengið alveg nýja hárgreiðslu sem jafnvel félagar þínir munu öfunda.

Hár-rútínan þín

Hárið á karlmönnum getur orðið fyrir miklum skaða daglega. Ódýrar mótunarvörur, harkaleg handklæðaþurrkun, mikil húfu- og hatta notkun, þurrkandi sjampó – og þorum við að segja það?… notkun líkamssápu til að þrífa hárið! Þetta getur allt valdið því að hárið líti út fyrir að vera þunnt, flatt og langt frá því besta sem það getur orðið. Hljómar þetta kunnuglega? Fylgdu þessum ráðum til að endurskoða hárumhirðuna þína og hefja þína leið að þykku heilbrigðu hári:

Notaðu hárþykkingar sjampó og/eða næringu: Næst þegar þú ert að versla hárvörur skaltu leita að hárvörum sem þykkja og/eða gefa meiri lyftingu. Oft eru þessar vörur fullar af innihaldsefnum sem hjálpa til við að sjá vel um hárið, stuðla að hárvexti og veita hárinu þá örvun sem það þarf. Við eigum það öll til að sleppa hárnæringu af og til, svo gerðu líf þitt auðveldara með “allt í einni” vöru eins og Nanogen 5-IN-1 sjampóinu sem bæði hreinsar og nærir í einu skrefi, auk þess að hafa örvandi áhrif á hárvöxtinn.

Minna er meira: Þú hefur keypt nýja sjampóið og hárnæringuna, en ertu að nota vörurnar rétt? Flestir karlmenn eru sekir um að kreista of mikið af vörunni í hendina og nudda því yfir hárið, þannig að þú gætir verið að nota of mikið. Notaðu bara nóg til að jafna hárið, of mikið getur þyngt hárið og valdið því að það virkar flatt og líflaust. Einnig er mikilvægt að skola allt vel úr hárinu.

 

Vertu mjúkhentari: Þegar við komum út úr sturtunni getur það verið freistandi að nudda höfuðið mikið og vel með handklæði til að þurrka hárið eins fljótt og auðið er. En þetta getur skaðað hárið og valdið því að það verður veikara og brotnar frekar. Í staðinn skaltu þrýsta handklæðinu þétt upp að hárinu nokkrum sinnum til að ná mesta rakanum úr og leyfa því síðan að þorna sjálfu.

Forðastu hitamótunartæki: Sumir karlmenn nota hárblásara og jafnvel sléttujárn af og til. Fyrir þá sem nota þessi tæki: reynið að takmarka notkunina. Mikill hiti og hár fer ekki vel saman. Það getur valdið brenndum og teygðum endum sem brotna auðveldlega. Í hvert skipti sem hitamótunartæki eru notuð skaltu úða hitavörn fyrir notkun í allt hárið. Góð hitavörn getur einnig gefið hárinu meiri fyllingu.

Herravörur fyrir þunnt hár

Góðu fréttirnar eru að margar verslanir eru nú farnar að selja hárvörur sem eru sérstaklega ætlaðar til að bæta hárvöxt svo það er auðveldara fyrir okkur að finna það sem við þurfum. Gallinn er hins vegar sá að fjöldi vörumerkja í þessum flokki fer ört vaxandi en hafa ekki öll vísindalegan stuðning bakvið fullyrðingar sínar um virkni varanna. Allar Nanogen vörurnar eru vísindalega þróaðar og prófaðar. Fyrir aðrar vörur, mælum við með að skoða síður eins og spexhair.com sem hefur meira og minna helgað líf sitt því að finna út hvaða vörur eru bestar fyrir þynnandi hár.

Hárgreiðslan þín

Að velja rétta hárgreiðslu og mótunarvörur getur skipt miklu máli þegar kemur að útliti hársins. Hárvörur og hárgreiðslur geta hjálpað þér að láta hárið líta út fyrir að vera þykkara, en geta einnig gert það þungt og flatt. Að láta hárið líta vel út og njóta sín sem best getur verið eins einfalt og ferð til rakarans. Ný hárgreiðsla getur verið mikil breyting fyrir alla karlmenn. Skoðaðu tillögur okkar hér að neðan varðandi stíl sem hjálpar þér að láta hárið líta út fyrir að vera þykkara.
Skipt á hlið: Ef hárið þitt er náttúrulega krullað eða liðað getur þú notað það til að hjálpa þér að láta hárið líta út fyrir að vera þykkara. Hliðarskiptingin hjálpar þér að fá meiri fyllingu í greiðsluna og er auðveld í framkvæmd.

Hermaðurinn: Viltu eitthvað algjörlega látlaust? Klippt stutt í hliðunum og en haldið aðeins lengra að ofanverðu. Þessi klassíska greiðsla bætir útlit fíngerðs hárs og gefur þér meira til að leika með. Mundu bara að láta klippa það reglulega til að viðhalda skerpunni í greiðslunni.

Greitt aftur: Ef þú ert að leita eftir greiðslu sem hjálpar fíngerðu hári að líta út fyrir að vera þykkara, þá er “greitt aftur” greiðslan fullkomin fyrir þig. Biddu rakarann að hafa hárið þétt í hliðunum með ca. 5-7 cm af hári að ofan til að greiðslan komi sem best út.

Hárvörur: Vörurnar sem þú notar til að móta hárið þitt geta einnig haft mikil áhrif á heildar svip hársins. Veldu til dæmis að nota af áferðarleir eða pomade frekar en að nota gel. Notkun vara sem leitast við að skapa þetta vinsæla “wet look” geta verið of þyngjandi fyrir fíngert hár og gert það að verkum að það verður erfitt að ná fyllingu í það. Þú gætir líka viljað skoða hártrefjar til að bæta áferð og þykkt í hárið. Keratín hártrefjar frá Nanogen festast við hárið og gera það samstundis þykkara á náttúrulegan hátt. Þær virka sérstaklega vel á svæði þar sem hár er farið að þynnast og skallabletti.

Lífstíllinn þinn

Besta leiðin til að fá langvarandi árangur er að viðhalda heilbrigðum lífsstíl. Haltu áfram að lesa til að komast að því hvernig á að fá þykkara hár fyrir karlmenn á náttúrulegan máta.

Lífstílsval eins og mataræði og hreyfing getur haft mikil áhrif á heilsu hársins. Ef þú ert að borða hollan mat, hreyfa þig og sjá um andlega heilsu þína hefur það langvarandi ávinning fyrir hárið. Við vitum að það getur virst yfirþyrmandi að endurskoða lífstílinn þinn, svo við höfum sett saman lista yfir auðveld ráð til að taka fyrstu skrefin að náttúrulega þykkara hári.

Auktu næringu þína: Fæða sem inniheldur mikið af próteinum, omega 3 fitusýrum, járni og biotíni mun öll hjálpa til við að efla heilbrigðan hárvöxt um ókomin ár. Dæmi um slíkan mat eru m.a. lax, avókadó, sæt kartafla og spínat – sem hafa einnig ótrúlegan ávinning fyrir líkamann. Reyndu að skipuleggja að minnsta kosti nokkrar hollar máltíðir í hverri viku til að auka vítamín- og steinefnainntöku.

Dragðu úr streitu: Allt frá skilafrestum í vinnunni til vandamála í ástarlífinu. Streita getur verið lykilatriði þegar kemur að hárlosi. Reyndu að taka tíma til að hreinsa hugann af og til, hvort sem það er afslöppun við tónlist, útivist eða annað. Tími fyrir sjálfan þig getur gert kraftaverk til að losna við streitu.

Hreyfðu þig: Þú hefur örugglega heyrt þetta margoft, en hreyfing er í raun lækning fyrir nútímann. Regluleg hreyfing getur hjálpað til við að draga úr streitu, hjálpar okkur að sofa betur og getur einnig verið lausnin við því hvernig við fáum þykkara hár. Hvort sem það er að fara með vinum þínum í fótbolta, fara í ræktina eða taka upp alveg nýja íþrótt, að hreyfa þig meira gæti verið næsta skref í að bæta líf þitt… og hárið í leiðinni.

Talaðu um það: Karlmenn eiga það til að halda tilfinningum sínum og vandamálum fyrir sig. En að opna sig fyrir nánum vin eða fjölskyldumeðlim getur verið góð leið til þess að vinna úr vandamálum sem eiga sér stað. Líklegt er að fólkið í kringum þig hafi ekki hugmynd um hvað þú ert að ganga í gegnum. Það gæti verið óþægilegt til að byrja með, en gefðu því tækifæri og þér líður miklu betur eftir á. Og hver veit, þú getur mögulega hjálpað þeim með sín vandamál líka.

Farðu að sofa!: Allar þær streymisveitur sem til eru í dag gera það oft erfiðara að ná átta tíma svefn á nóttunni. En að fá nóg af svefn er nauðsynlegt fyrir almennt heilsufar okkar og hugann. Reyndu að slökkva alveg á skjánum klukkutíma fyrir svefn. Lestu kannski upprunalegu bókina sem sjónvarpsþátturinn sem þú horfir á er byggður á í staðinn eða byrjaðu nýju hlaðvarpi. Hvort heldur, mun það hjálpa þér að slaka á fyrir svefninn og hjálpa þér að sofa betur.

Þarftu frekari upplýsingar um hvernig á að fá þykkara hár? Skoðaðu Nanogen bloggið hér.

 

Hair Growth Serum

Hair Thickening Shampoo

Thickening Shampoo & half conditioner

Hair Thickening Fibers

Tengdar greinar
Er komin lús?

Þá er tvennt eftir í stöðunni: *Athugið að höfundur er ekki sérfræðingur í lúsavörnum, né...

Lesa →

We Value Your Privacy

We value your privacy. This website uses cookies to enhance your experience and provide personalized content and analytics. By clicking "Accept," you consent to the use of all non-essential cookies. You can customize your preferences or withdraw your consent at any time. For more information about how we use cookies and protect your data, please review our Cookie Policy.