Hárvaxtarserumið frá Nanogen hjálpar þér í baráttunni við hárlos eftir meðgöngu

Hárlos eftir meðgöngu er mjög algengt, en samt sem áður hefur lítið verið talað um það og því fá margar nýjar mæður áfall þegar hárið byrjar að detta úr í hrönnum.

Allar breytingar í líkamanum geta haft áhrif á hárvöxt, og meðganga er svo sannarlega engin undantekning. Breytingarnar sem verða á hormónastarfseminni við meðgöngu getur fært allt að 30% hársins í vaxtardvala, þ.e. hárið hættir að vaxa og losnar til þess að gefa líkamanum merki um að nýr hárvaxtarhringur sé að hefjast. Meðalkonan missir að jafnaði á milli 50 og 100 hár á dag, en meðganga getur aukið missinn upp í allt að 300 hár. Áhrifin af þessu tímabundna hárlosi vara yfirleitt í tvo til fjóra mánuði, nógu langan tíma til þess að hafa mikil áhrif á sjálfstraustið, sem gerir það að verkum að áhrifarík lausn getur skipt sköpum.

Hárvaxtarserumið frá Nanogen hjálpar þér að vinna gegn hárlosi í kjölfar meðgöngu. Einstök blandan inniheldur hárvaxtarþætti og vinnur að því að örva hárvöxt, minnka slit og styrkja innviði hársins, auk þess sem serumið viðheldur hárinu sem eftir er og ýtir undir vöxt á þykku og heilbrigðu nýju hári.

Þegar notað daglega getur serumið stuðlað að heilbrigðum og hamingjusömum hárvexti á meðan og eftir meðgöngu. Hvort sem þú ert farin að taka eftir þynningu eða vilt byrja tímanlega til þess að verjast því að hárið fari í dvalarfasa, er auðvelt að bæta seruminu við daglega rútínu þína.

Hvernig er Nanogen serumið notað?

Það er fljótlegt að bera serumið í hársvörðinn og tekur aðeins nokkrar sekúndur, fullkomið fyrir uppteknar nýbakaðar mæður.

  1. Vertu viss um að hárið þitt sé þurrt áður en þú berð serumið í hársvörðinn
  2. Dragði ca. 1ml af serumi í pípettuna og kreistu úr henni handahófskennt í hársrótina
  3. Valfrjálst: nuddaðu seruminu létt inn í hársvörðinn og leyfðu að þorna

Þar sem Nanogen hárvaxtarserumið hefur áhrif á vaxtarfasa hársins til þess að styrkja og þykkja hárið þarf að gefa því tíma til að sjá árangur. Nanogen mælir með að nota serumið daglega í þrjá mánuði samfellt til þess að sjá frábæran árangur. Hér gildir að góðir hlutir gerast hægt enda tekur tíma fyrir hár að vaxa.

Nánar um Nanogen hárvaxtarserumið er að finna hér.

Ef biðin er of löng

Til þess að auðvelda biðina er tilvalið að strá Nanogen hártrefjunum yfir þau svæði sem hafa orðið hvað verst úti til þess að láta hárið líta út fyrir að vera þykkara en það er. Fáðu að vita meira um það hvernig hártrefjarnar virka með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

NÁNAR

Nanogen vörurnar fást í öllum helstu apótekum, Heimkaup.is og Beautybox.is (hluti af línu)