Curl Energising Hydration Serum

Categories: ,

Description

Létt og fjölnota CGM vottað serum sem gefur mýkt í lengri lokka og enda þegar krullurnar eru rakar eða þurrar án þess að gera hárið feitt.

Létta krullu orkugefandi serumið okkar er sérstaklega hannað fyrir krullur á bilinu 3A til 4C og inniheldur aðeins CGM vottað hráefni. Það inniheldur kókoshnetu, cupuaçu og kakó til þess að sleppa fram óbeisluðum náttúrulegum krullum. Ver hárið gegn raka og „frizz“ þannig að krullurnar halda forminu lengur. Serumið er einnig hægt að nota í þurrt hár til þess að gefa annars, þriðja eða fjórða dags krullum orkuskot. Það lengir líftíma krullanna og heldur hárinu eins og á degi tvö… jafnvel þó það sé dagur 5. Það er líka frábært til að slétta og móta óþekku krullurnar sem leggjast ekki alveg eins og restin. Fagnaðu og virtu mátt krullanna þinna með Imbue. Þetta snýst nefninlega ekki um að stjórna krullunum, heldur um að gefa þeim orku.

Notkunarleiðbeiningar

Renndu í gegnum hreint, rakt hár með áherslu á endana. Serumið er líka hægt að nota í þurrt hár. Settu aðeins meira af vörunni til þess að fá aukna mýkt. Snúðu upp á og mótaðu með fingrunum til þess að gefa krullunum raka og mýkt. Frábært aftan á hárið eða við skiptinguna þar sem hárið þornar yfirleitt fyrst.