Coil Awakening Sulphate Free Cream Cleanser

Categories: ,

Description

Coil Awakening Sulphate Free Cream Cleanser freyðir mjög vel og skilur hárið og hársvörðinn eftir skínandi hrein og uppfull af raka ásamt því að læsa rakann í hárinu. Krullurnar þínar verða sterkari, mótaðar og flókalausar með þessum krulluhreinsi. Hentar krullugerð 4A-4C.

Um Imbue

Frelsaðu krullurnar! Markmið Imbue er að frelsa krullurnar þínar og hjálpa þér að fjölga þeim dögum sem byrja ekki á baráttu við hárið þitt. Imbue er vegan hárvörulína eingöngu ætluð fyrir krullur. Imbue uppfyllir skilyrði CGM og notar innihaldsefni eins og kókosolíu og Cupuaçu smjör sem aflað er með sjálfbærum hætti til þess að leyfa krullum að njóta sín til fulls. Formúlurnar okkar innihalda aldrei olíubyggt sílíkon, paraben, súlföt, þurrkandi alkóhól, steinefnaolíur eða vax – vegna þess að þetta snýst ekki um að stjórna krullunum, heldur gefa þeim kraft! Imbue – til þess að þú getir átt góðan hárdag á hverjum degi!

Imbue Er alltaf – Vegan, CGM samþykkt, með náttúrulegum olíum og cruelty free. En inniheldur aldrei – Olíubyggð sílíkon, paraben, SLS eða SLES, þurrkandi alkahól, steinefnaolíur eða steinefnavax. Imbue brúsarnir eru gerðir úr 100% endurunnu plasti.

Notkunarleiðbeiningar

Nuddið hreinsinum í blautt hár og hársvörð þar til freyðir og skolið svo vel. Ef þú vilt fá meiri froðu þá er ágætt að bæta við smá vatni. Pro tip: Dragðu hreinsinn eftir blautu hárinu í pörtum frá rót og niður í enda til þess að koma í veg fyrir flækjur og passa uppá að hver krulla fái nægan raka og ást.