Nanogen

Nanogen hárvörurnar innihalda virk efni sem örva og viðhalda heilbrigðum hárvexti. Flest okkar vilja þykkara hár en hárlos getur hent okkur öll og orsökin er ekki alltaf þekkt en algengt er þó að hármissi megi rekja til veikinda, mikils álags, vandamála með skjaldkirtil, lyfjameðferða og barnsburðar. Einnig skiptir miklu máli hvernig við hugsum um hárið okkar, t.d. hvernig það er þurrkað og greitt, hvort hitamótunartæki eru notuð og hvort það er litað. Góðu fréttirnar eru þó, að oftast getur hárið vaxið aftur og við tamið okkur betri hárumhirðu til að styðja við hárvöxtinn.

Nanogen hárvörurnar eru heildstæð lína sem inniheldur virk efni sem örva hárvöxt og hjálpa okkur að halda hárinu heilbrigðu og fallegu. Virkni varanna hefur verið vísindalega staðfest og formúlan einkaleyfisvarin. Hárið okkar hefur ákveðinn hárvaxtarhring en um leið og eitt hár deyr byrjar annað að vaxa í þess stað. Nanogen-formúlan virkar á þrjá vegu og hefur þannig áhrif á þennan vaxtarhring.

Formúlan gefur hársekkjunum skilaboð um að örva hárvöxt þannig að:

  1. Ný hár myndast hraðar og koma í stað deyjandi hára.
  2. Hvert hár er lengur í vaxtarfasa sem þýðir að það lifir lengur og nær meiri sídd en ella.
  3. Aukin kollagen-framleiðsla við rót hársins minnkar hárlos með bættri festu við hársvörðinn.

Hér neðar er hægt að lesa nánar um hverja Nanogen vöru fyrir sig en við erum einnig búin að taka saman sérstakar upplýsingar fyrir karlmenn annars vegar og konur hins vegar:

Nanogen hair growth
Nanogen sölustaðir