Hárlos eftir meðgöngu – Hvað er til ráða

Innihald

Innihald

Hárlos eftir meðgöngu

Hárlos eftir meðgöngu er mjög algengt, en samt sem áður hefur lítið verið talað um það og því fá margar nýjar mæður áfall þegar hárið byrjar að detta úr í hrönnum.

Allar breytingar í líkamanum geta haft áhrif á hárvöxt, og meðganga er svo sannarlega engin undantekning. Breytingarnar sem verða á hormónastarfseminni við meðgöngu getur fært allt að 30% hársins í vaxtardvala, þ.e. hárið hættir að vaxa og losnar til þess að gefa líkamanum merki um að nýr hárvaxtarhringur sé að hefjast. Meðalkonan missir að jafnaði á milli 50 og 100 hár á dag, en meðganga getur aukið missinn upp í allt að 300 hár. Áhrifin af þessu tímabundna hárlosi vara yfirleitt í tvo til fjóra mánuði, nógu langan tíma til þess að hafa mikil áhrif á sjálfstraustið, sem gerir það að verkum að áhrifarík lausn getur skipt sköpum.

 

Hvað er til ráða?

Hárvítamín eru talin geta hjálpað við að viðhalda hárvextinum og einnig sjá til þess að líkamann skorti ekki þau nauðsynlegu næringarefni sem þarf til að rækta gott hár. Hárvörur geta einnig skipt máli en margar tegundir hárvara sem sérstaklega eru ætlaðar þunnu hári innihalda virk efni sem örva hárvöxtinn og skapa kjöraðstæður í hársverði okkar fyrir heilbrigðari vöxt.

Ef biðin er of löng

Til þess að auðvelda biðina eftir því að nýju hárin byrji að vaxa almennilega er tilvalið að strá Nanogen hártrefjunum yfir þau svæði sem hafa orðið hvað verst úti til þess að láta hárið líta út fyrir að vera þykkara en það er. Fáðu að vita meira um það hvernig hártrefjarnar virka með því að smella á Hair Locking Fibers hér neðar.

Nanogen vörurnar fást í öllum helstu apótekum, Heimkaup.isBeautybox.is og Fotia.is

Hair Growth Serum

Shampoo for women

Conditioner for everyone

Shampoo Luxe

Hair Thickening Fibers

Fibre Locking Spray

Tengdar greinar
Er komin lús?

Þá er tvennt eftir í stöðunni: *Athugið að höfundur er ekki sérfræðingur í lúsavörnum, né...

Lesa →

We Value Your Privacy

We value your privacy. This website uses cookies to enhance your experience and provide personalized content and analytics. By clicking "Accept," you consent to the use of all non-essential cookies. You can customize your preferences or withdraw your consent at any time. For more information about how we use cookies and protect your data, please review our Cookie Policy.