Gyllinæð – Einkenni og hvað er til ráða

Innihald

Innihald

Er ekki komin tími til að rjúfa þagnarmúr skammar hvað viðkemur elskunni henni gyllinæð?
Þú ert sko ekki ein/n í heimininum sem hefur fengið gyllinæð, því talið er að allt að annar hver maður hafi fundið fyrir gyllinæð einhverntíman á ævinni! Pældu í því, og svo er maður bara eitthvað að pukrast með þetta í sínu horni, að prufa allskonar húsmæðraráð og heimatilbúin smyrsli við misjafnan árangur.

Hver eru einkenni gyllinæðar?

Það er allavega nánast víst að ef þú ert að lesa þessa grein, þá eru miklar líkur á því að þú sért að glíma við óþægindi af völdum gyllinæðar. Án þess að ætla að fara út í of mikil fræði þá er þetta virkilega algengur, en hvimleiður kvilli. Gyllinæð lýsir sér sem æðagúlpur við endaþarmsopið eða fyrir innan það sem getur bólgnað og staðið út. Einkenni gyllinæðar geta verið:

      • blæðingar við og eftir hægðir

      • kláði við endaþarm

      • Sársauki við endaþarm

      • Erfiðleikar við að losa hægðir

    Hvað veldur Gyllinæð?

    Algengt er að þrýstingurinn við að losa harðar hægðir og áreynslan sem verður í fæðingu orsaki gyllinæð með tilheyrandi óþægindum, það eru því jafnt karlar og konur sem gyllinæðin herjar á. Einnig eru einstaklingar í yfirþyngd, þeir sem standa löngum stundum og einstaklingar sem lyfta oft mjög þungu eru í áhættu á að fá gyllinæð.

    Hvað er til ráða?

    Þá kemur upp spurningin: Er einhver von til að losna við þetta fyrirbæri gyllinæðina?
    Svarið er já! En það fer þó eftir ástandi hennar. Best er að fá álit læknis um meðferðarmöguleika, sérstaklega ef gyllinæðin veldur miklum óþægindum – læknar eru alls ekki viðkvæmir fyrir þessu og fá ótal fyrirspurnir í viku hverri frá þeim sem þora. Bara ekki bíða of lengi, því vandamálið versnar bara ef ekkert er að gert!

    Oft nægja breytingar á lífsstíl til að lækna gyllinæð þar sem algengasta orsökin er hægðtregða. Dæmi um lífstílsbreytingar til þess að bæta hægðatregðu eru að:

        • Drekka meiri vökva, a.m.k. 8 glös af vatni á dag

        • Hreyfa þig daglega, gæti verið t.d. rólegur göngutúr

        • Auka trefjaneyslu

        • Taka inn hægðalyf – en þau mýkja hægðirnar og hjálpa þér að losa

      Krem og þurrkur

      Auk þessara ráða hér að ofan er hægt að nota samhliða þeim áburði sem hægt er að fá án lyfseðils í apótekum en þeir innihalda gjarnan jurtalyf. Áburðurinn er borinn á gyllinæðina með bómullarpinna eða sprautað inn í hann með þar til gerðum stút. Kremin kæla og sefa með því að draga úr kláða og bólgum og flýta þannig fyrir gróanda auk þess sem þau auka blóðflæði á svæðið og flýta þannig fyrir viðgerð. Einnig hafa þau smureiginleika sem auðvelda hægðir.

      Derma Soft frá Dr. Fishcer er einn af þessum möguleikum til meðferðar við gyllinæð. Það inniheldur ríkan kjarna lækningarplanta, t.a.m. nornahesli sem dregur saman æðar og deyfir svæðið, aloe vera fyrir staðbundinn létti, mentól- og piparmyntuolíu til þess að kæla og róa húðina, auk steinefnaolíu til þess að mýkja húðina. Einnig eru til sniðugar blautþurrkur frá sama merki sem geta veitt mikinn létti og hjálpað þér að hreinsa svæðið á einfaldan og þægilegan hátt. Þurrkurnar eru þykkar og mjúkar og geta komið í stað klósettpappírs og verið notaðar sem bakstur á viðkvæman afturendann – passaðu bara að henda þeim í rusl, ekki klósett. Derma Soft blautþurrkur innihalda 50% nornahesli til þess að slaka á æðakerfinu og deyfa svæðið, og kamillu til þess að róa það.

      Blautþurrkur fyrir gyllinæð

      Derma Soft þurrkur

      Dermasoft gyllinæðarkrem

      Derma Soft krem

      Ef ekkert virkar

      Til að lina sársauka og önnur óþægindi er oft mælt með heitum böðum, nota ísbakstra og taka verkjalyf. Ef ástandið er viðvarandi og ekkert ofantalið dugar getur þurft að leysa vandamálið með skurðaðgerð eða sérstakri laser meðferð. Hafðu samband við lækninn þinn fyrir frekari ráðgjöf.

      Gangi þér vel.

      Tengdar greinar
      Er komin lús?

      Þá er tvennt eftir í stöðunni: *Athugið að höfundur er ekki sérfræðingur í lúsavörnum, né...

      Lesa →

      We Value Your Privacy

      We value your privacy. This website uses cookies to enhance your experience and provide personalized content and analytics. By clicking "Accept," you consent to the use of all non-essential cookies. You can customize your preferences or withdraw your consent at any time. For more information about how we use cookies and protect your data, please review our Cookie Policy.