Dökkir blettir – Tegundir og hvað er til ráða

Innihald

Innihald

Dökkir blettir eða blettamyndun í andliti er algengari en margir halda, ekki síst á Íslandi, og getur valdið þeim sem þjást af þeim mikilli vanlíðan. Sól, streita, hormónabreytingar og tíminn eru helstu óvinir húðarinnar og hraða öldrun hennar. Einkenni öldrunar birtast meðal annars í húðþurrki, myndun dökkra bletta, minni teygjanleika, hrukkum og skort á húðljóma.

Hvað veldur blettum?

Dökkir blettir í húð geta verið af ýmsum toga og verða til við aukna melanín framleiðslu í húðinni. Blettir eru til dæmis freknur, sólarblettir, elliblettir eða fæðingarblettir. Hormónabreytingar geta valdið aukinni blettamyndun og það er ekki óalgengt að konur fái melasma við þungun eða við inntöku á getnaðarvarnarpillum. Einnig getur orðið blettamyndun eftir bólgur í húðinni (bólur, öramyndun, lasermeðferðir o.s.frv.). Sólin er þó algengasti skaðvaldurinn þegar kemur að brúnum blettum þar sem melanín framleiðsla eykst til þess að verja húðina frá bruna. Þeir sem eru með ljósa húð eru í meiri hættu á að fá sólarbletti en aðrir.

Hvernig veit ég hvers konar bletti ég hef?

Áður en meðferð hefst er gott að vita um hvers konar bletti er að ræða. Almennt eru þessar þrjár gerðir bletta:

Blettir af völdum sólar og aldurs

Eru ljósbrúnir, brúnir eða mjög dökkir, flatir, hring og egglaga með reglulegum brúnum. Þeir koma fram einn og einn eða í hópum á svæði sem eru berskjölduð fyrir sólinni (andlit, hendur, háls, handleggir og bak). Þeir hverfa ekki yfir vetrartímann, heldur eru til staðar allan ársins hring.

Hormónablettir

Eru dreifðir, óreglulegir dökkir blettir. Þeir birtast yfirleitt samhverfir á báðum hliðum andlitsins á svæðum sem eru berskjölduð fyrir sólinni (enni, höku, nef, kinnar og efri vör). Þeir orsakast af sólinni auk hormóna tengdra þátta, álags, ofnæmisviðbragða eða lyfja.

Blettir sem hafa myndast eftir bólgur

Eru ójafnir og takmarkaðir við svæðið sem varð fyrir bólgum, og eru ekki eingöngu á svæðum sem eru berskjölduð gegn sólinni. Þeir myndast vegna aukinnar melanín framleiðslu sem viðbrögð við bólgum (erting, húðsýking, bólumyndun, húðflögnun, laser meðferðir o.s.frv.).

Dökkir blettir – Hvað er til ráða?

Spænska vörumerkið Bella Aurora hefur í um 130 ár sérhæft sig í meðhöndlun dökkra bletta í húð og hefur þróað sérstaka einkaleyfisvarða tækni sem gerir það að verkum að aðeins blettirnir lýsast en ekki húðin í kring. Að auki hefur merkið þróað sérstakar vörur sem vinna gegn ólíkum tegundum bletta, þannig að árangurinn verður þeim mun betri.

Meðferð við blettum

Bio 10 forte línan frá Bella Aurora er öflug lýsingarmeðferð sem er sérhæfð fyrir mismunandi tegundir bletta. Línan innheldur einkaleyfisvarða lýsingartækni, B-CORE22TM, sem er blanda fjögurra virkra innihaldsefna sem eru samþjöppuð í svokallað örhylki. Þessi örhylki smjúga inn í grunnlag húðarinnar og losa virku efnin inn í sortufrumurnar, sem gerir það að verkum að virku lýsingarefnin ráðast eingöngu á frumur sem framleiða melanín, en ekki húðina í kring. Árangur meðferðarinnar fer að sjást eftir 4 vikur ef varan er notuð kvölds og morgna, en ráðlögð meðferð til að ná sem bestum árangri er 10 vikur. Mikilvægt er að nota sólarvörn á hverjum degi eftir að vörur í Bio 10 forte línunni hafa verið bornar á andlitið. En til þess að koma í veg fyrir blettamyndun og/eða halda henni niðri er nauðsynlegt að nota sólarvörn með háum varnarstuðli daglega, allan ársins hring. Ef sólin fær að skína á óvarið svæði getur jafnvel margra mánaða meðferð við blettum fengið bakslag.

Bella Aurora vörurnar eru húðlæknisfræðilega prófaðar, mildar fyrir húðina og miða að því að auka lífvænleika frumna. Vörur frá Bella Aurora innihalda ekki ljósnæm efni líkt og hydroquinone, en það er þekkt húðlýsingarefni sem getur valdið aukinni blettamyndun þegar sólin skín á húðina.
Aðrar stuðningsvörur frá Bella Aurora eru einnig sérhæfðar til þess að draga úr dökkum blettum og hindra myndun nýrra, en hafa auk þess önnur alhliða áhrif til þess að varðveita æskuljómann.

Vörur frá Bella Aurora færðu í völdum apótekum og hjá Beautybox.is.

Tengdar greinar
Er komin lús?

Þá er tvennt eftir í stöðunni: *Athugið að höfundur er ekki sérfræðingur í lúsavörnum, né...

Lesa →

We Value Your Privacy

We value your privacy. This website uses cookies to enhance your experience and provide personalized content and analytics. By clicking "Accept," you consent to the use of all non-essential cookies. You can customize your preferences or withdraw your consent at any time. For more information about how we use cookies and protect your data, please review our Cookie Policy.