Tennurnar okkar eru einn af mikilvægustu pörtum líkamans að margra mati. Þær eru ekki bara brosið okkar út í heiminn heldur er þær lykilatriði fyrir okkur borða og nærast vel. Tennurnar og það að tyggja er í raun fyrsti hluti af flóknu meltingarkerfi okkar og mikilvægt að þær séu í lagi.
Burstaðu!
Mundu að bursta tennurnar alltaf 2svar á dag – kvölds og morgna með góðu tannkremi. Passaðu að nota tannhvíttunartannkrem spari því þau pússa glerunginn okkar og of mikil notkun þeirra getur haft slæm áhrif á tennurnar.
Tannþráðurinn
Vissirðu að skemmdir koma oft á milli tannana? Þetta er ein af ástæðum þess að tannþráðurinn er svo mikilvægur. Uppsöfnuð óhreinindi geta valdið bæði skemmdum og bólgu í tannhholdinu.
Ekki skola með vatni
Ert þú ein/n af þeim sem skolar munninn með vatni eftir tannburstun? Í rauninni ertu þá að skola burt allt flúorið sem var á tönnunum burt og þá getur það ekki haldið áfram að vinna gegn skemmdum… því JÚ flúor getur unnið á byrjunarskemmdum og varið tennurnar þínar.
Hannað með 💖 – Grafíker
CU2 Ehf © 2023. Allur réttur áskilinn