Flatt og fíngert hár?

Innihald

Innihald

John Frieda Profiller vörur fyrir flatt og fíngert hár

Fékkstu flatt og fíngert hár í vöggugjöf? Þú ert ekki ein/n. Það getur verið mikið bras að gera greiðslur í fíngert hár og allt rennur strax úr… tölum nú ekki um ef það er brothætt líka og verður aldrei síðara en einhver ákveðin sídd. Ef þetta hljómar eins og þú, lestu þá áfram

Þessi spennandi nýjung frá John Frieda heitir PROfiller+ og samanstendur af sjampói, næringu og spreyi. Vörurnar innihalda allar blöndu af hýalúronsýru sem gefur þyngdarlausan raka, ásamt bíótíni sem styrkir hárið og ver það gegn broti. Línan inniheldur einnig sérstaka blöndu efna sem þróuð var á rannsóknarstofu John Frieda og ber heitið “Texture Building Technology”. Þessi blanda inniheldur agnarsmá mólekúl sem gefa hárinu meiri áferð og fyllingu. Sem þýðir, fyrir okkur sem erum með fíngert englahár – að hárið verður aðeins stamara svo auðveldara er að gera í það greiðslur OG það verður meira puffy. 

Við ætlum aðeins að fara betur yfir vörurnar í þessari nýju línu John Frieda: 

PROfiller+ Thickening Shampoo

Milt og styrkjandi sjampó sem hreinsar hárið án þess að þyngja það.

Kostir: Inniheldur micellar vatn sem hreinsar hárið og uppsöfnuð óhreinindi á einstaklega mildan hátt auk þess að styrkja innviði hársins svo það brotnar síður. Hárið virkar samstundis bústnara og meira um sig strax eftir fyrstu notkun.

PROfille+ Thickening Conditioner

Ofurlétt hárnæring sem styrkir hárið svo það brotnar síður. Þyngir ekki hárið.

Kostir: Sérhæfða formúlan í næringunni notar áferðaruppbyggjandi tækni sem eykur bilið á milli hárstrendingana og gerir hárið þannig meira um sig. Gefur hárinu einnig þyngdarlausa næringu sem hentar vel þunnu og fíngerðu hári. 

PROfiller+ Thickening Spray

Sprey sem úðað er í allt hárið eftir hárþvott. Í spreyinu eru ákveðnar efnasameindir sem skapa aukið bil á milli háranna og eykur þannig fyllingu hársins.

Kostir: Inniheldur sömu áferðartækni og hinar vörurnar sem eykur fyllingu hársins. Formúlan í spreyinu umlykur hvert hár til að gefa því létt hald og ver það gegn skemmdum af völdum hitamótunartækja upp að 220 gráðum. 

Sölustaðir

Tengdar greinar
Er komin lús?

Þá er tvennt eftir í stöðunni: *Athugið að höfundur er ekki sérfræðingur í lúsavörnum, né...

Lesa →

We Value Your Privacy

We value your privacy. This website uses cookies to enhance your experience and provide personalized content and analytics. By clicking "Accept," you consent to the use of all non-essential cookies. You can customize your preferences or withdraw your consent at any time. For more information about how we use cookies and protect your data, please review our Cookie Policy.