Description
Örnála rúlla fyrir hársvörð sem eykur kollagen framleiðslu og örvar hárvöxt.
Þessi örnála rúlla er notuð í hársvörðinn til þess að örva kollagen framleiðslu og auka blóðflæði til hársvarðarins. Meðferðin virkar þannig að örnálarnar gera pínulítil sár í efsta lag hársvarðarins og við það fer viðgerðarferli húðarinnar í gang. Þetta gerir það að verkum að hún framleiðir aukið kollagen og eykur frumuendurnýjun á svæðinu. Regluleg örnálameðferð í hársverði getur örvað hárvöxt og hjálpað þeim sem kljást við hárlos og hárþynningu.
NOTKUN:
Hreinsið og sótthreinsið fyrir og eftir notkun í hvert skipti. Í þurrt hár skaltu rúlla örnálunum á hársverðinum í sömu átt og hárið liggur með léttum þrýstingi (ekki fast samt). Farðu þannig yfir allan hársvörðinn með rúllunni í alls 15 mínútur 3svar sinnum í viku. Ekki nota örnálarúllu á húðsvæði sem eru ert eða með sárum. Haldið frá börnum. Sótthreinsið með alkóhóli fyrir og eftir notkun. Ef nálar skemmast eða bogna skaltu hætta notkun á rúllunni.