Hárlos eftir meðgöngu er mjög algengt, en samt sem áður hefur lítið verið talað um það og því fá margar nýjar mæður áfall þegar hárið byrjar að detta úr í hrönnum.
Allar breytingar í líkamanum geta haft áhrif á hárvöxt, og meðganga er svo sannarlega engin undantekning. Breytingarnar sem verða á hormónastarfseminni við meðgöngu getur fært allt að 30% hársins í vaxtardvala, þ.e. hárið hættir að vaxa og losnar til þess að gefa líkamanum merki um að nýr hárvaxtarhringur sé að hefjast.
Meðalkonan missir að jafnaði á milli 50 og 100 hár á dag, en meðganga getur aukið missinn upp í allt að 300 hár.
Hannað með 💖 – Grafíker
CU2 Ehf © 2023. Allur réttur áskilinn