Curls Serum Lotion For Waves & Curls

Description

Mýktu og mótaðu krullurnar þínar. 

Létt og CGM samþykkt rakaserum sem er fullkominn endir á hárrútínunni þar sem það ýtir undir krullurnar þínar án þess að þyngja þær. Sérstaklega hannað fyrir liði og krullur frá 2A til 4C. Málamiðlunarlaus hárumhirða fyrir krullur. 100% Curly Girl samþykkt, vegan og snýst um raka. 

  • Mýkir  
  • Sléttir 
  • Rakagefandi  
  • Ýtir undir liði og krullur 

Serumið inniheldur Shea smjör, kakó og lífræna kókosolíu til þess að gefa raka og mýkja blautt hár þannig að krullurnar vera viðráðanlegri og endast lengur. Þetta litla serum hjálpar þér einnig í baráttunni við úfið hár „frizz“ og er þá notað í þurrt hár til þess að lífga upp á það.  

Við vitum að krullað hár getur verið þurrara og viðkvæmara en aðrar hártýpur, þess vegna er raki aðalatriðið í For The Love Of Curls línunni. Þú finnur aldrei olíubyggð sílíkon, súlföt (SLS & SLES), þurrkandi alkóhól, steinefnaolíur eða steinefnavax í formúlunum okkar. Serum kremið okkar fyrir liði og krullir er blandað úr náttúrulegu, sjálfbæru, nærandi og styrkjandi innihaldi sem krullurnar þínar eiga eftir að elska. 

Létt en mjög nærandi serum til þess að gefa hárinu aukinn raka og ýkja þitt náttúrulega krullumynstur. Þróað til þess að læsa inni næringuna og vernda gegn raka í andrúmsloftinu þannig að krullurnar endist lengur.  

Notkun 

  • Renndu í gegnum blautt hár og einbeittu þér að þeim svæðum sem þurfa mest á raka að ahalda
  • Notaðu á þurrar krullur til þess að gefa þeim raka, ýta undir þær og móta 

Ráð frá Lee: „Eyddu nokkrum mínútum í að gera krullurnar þínar stórkostlegar á meðan þær eru blautar. Þeim mun betur sem þær líta út blautar, þeim mun betur líta þær út þurrar.“