Description
Þessi krúttkassi inniheldur þrjá hjartalaga kubba sem eru allir fyrir líkamann. Með þessum litlu hjörtum er auðvelt fyrir þig að finna hvernig það er að nota kubba og hvað hentar þér. Kassinn er einnig tilvalinn sem gjöf fyrir umhverfisvæna vini!
Í kassanum eru þrjár hressandi mini-útgáfur úr líkamslínunni: sápulaus líkamshreinsir, líkamsskrúbbur og állaus svitalyktareyðir.
Lime & Lemongrass Solid Cream Body Cleanser er líkamshreinsir sem hefur rétt pH-gildi fyrir húðina og hentar frábærlega fyrir þurra húð. Inniheldur lúxus blöndu af kókossmjöri og hreinsandi leir. Þessi kremaða formúla freyðir lítið og skilur húðina eftir silkimjúka og hreina. Ilmar af hressandi lime og sítrónugrasi.
Skrúbbaðu þig að mjúkri og sléttri húð með Exfoliating Lime & Ginger Solid Body Scrub Bar. Líkamsskrúbburinn ilmar af ferskum lime safa og engifer og inniheldur náttúrulegan sykur og fínmalaðan vikur (tegund af eldfjallabergi). Hreinsar þurra og grófa húð á blíðan hátt og kakósmjör og kókosolía næra og endurnæra húðina.
Rustic svitalyktareyðirinn er í föstu formi og hjálpar þér að ilma betur, allan daginn! Inniheldur nærandi jójoba- og möndluolíu sem halda krikunum silkimjúkum og ilmar af lime, cedar við og eucalyptus. Inniheldur hvorki ál né matarsóda sem ertir gjarnan viðkvæma húð.