Description
Mintasy er sjampókubbur sem hentar fyrir venjulegt og þurrt hár og hár sem þarfnast viðgerðar. Mintasy inniheldur lífræna kókosolíu, kakósmjör og hreinsandi piparmyntu. Sjampóið hreinsar á mildan hátt og mýkir hárið án þess að þyngja það.
Ethique sjampókubbar innihalda ekki sápu og henta þess vegna öllu hári, líka lituðu.
Pro tip: Það er alltaf mælt með því að þvo hárið tvisvar með sjampói í hverjum þvotti til þess að hreinsa bæði hárið og hárvörðinn og ná burt öllum hármótunarefnum.
Þessi magnaði kubbur jafnast á við 3 x 350 ml brúsa af hefðbundnu sjampói.
Til þess að kubburinn endist sem best skaltu geyma hann í íláti þar sem hann helst þurr, við mælum með Ethique geymsluboxunum sem passa nákvæmlega utan um einn sjampókubb og einn næringarkubb.
- Cruelty Free
- Vegan
- Án Pálmolíu
Notkun:
- Bleittu hárið vel og renndu síðan Mintasy sjampókubbnum nokkrum sinnum yfir hárið, frá rót til enda
- Leggðu frá þér kubbinn og nuddaðu hárið vel þar til freyðir
- Skolaðu hárið vandlega og endurtaktu
- Fyrir bestan árangur skaltu bera uppáhalds Ethique næringuna þína í hárið
Hentar:
- Öllum gerðum hárs, en sérstaklega venjulegu og þurru hári
- Bæði lituðu og ólituðu hári
Ávinningur:
- Hreinsar hárið á mildan hátt
- 100% Sápulaus og hefur því ekki áhrif á PH-gildi hársins
Fæst sem 110g kubbur