Description
Þessi netti, fagurbleiki sjampókubbur hentar vel fyrir venjulegt- og olíukennt hár. Pinkalicious inniheldur bleikt greipaldin og vanillu sem gefa kubbnum dásamlegan ilm ásamt lífrænni kókosolíu og kakósmjöri.
Ethique sjampókubbar innihalda ekki sápu og henta þess vegna öllu hári, líka lituðu.
Pro tip: Það er alltaf mælt með því að þvo hárið tvisvar með sjampói í hverjum þvotti til þess að hreinsa bæði hárið og hárvörðinn og ná burt öllum hármótunarefnum.
Þessi magnaði kubbur jafnast á við 3 x 350 ml brúsa af hefðbundnu sjampói.
Til þess að kubburinn endist sem best skaltu geyma hann í íláti þar sem hann helst þurr, við mælum með Ethique geymsluboxunum sem passa nákvæmlega utan um einn sjampókubb og einn næringarkubb.
- Cruelty Free
- Vegan
- Án Pálmolíu
Notkun:
- Bleittu hárið vel og renndu síðan Pinkalicious sjampókubbnum nokkrum sinnum yfir hárið, frá rót til enda
- Leggðu frá þér kubbinn og nuddaðu hárið vel þar til freyðir
- Skolaðu hárið vandlega og endurtaktu
- Fyrir bestan árangur skaltu bera uppáhalds Ethique næringuna þína í hárið
Hentar:
- Öllum gerðum hárs, en sérstaklega venjulegu og olíukenndu hári
- Bæði lituðu og ólituðu hári
Ávinningur:
- Hreinsar hárið á mildan hátt
- 100% Sápulaus og hefur því ekki áhrif á PH-gildi hársins
Fæst sem 110g kubbur og einnig sem prufa í Discovery Pack.