CU2 Heildsala > Vörur > Baby > Go Blonder Controlled Lightening Spray

Go Blonder Controlled Lightening Spray

Tveimur tónum ljósara

Go Blonder lýsingarspreyið lýsir upp ljósa lokka um allt að tvo tóna. Spreyið inniheldur blöndu af kamillu og sítrus ásamt lýsandi peroxíð formúlu. Efnið verður virkt við hitamótun og lýsir hárið hárið smám saman.

Sjáanlegur árangur fæst eftir 3-5 skipti og hámarksárangur eftir 10 skipti. Inniheldur hitavörn.

Notkun:

 • ATH að Go Blonder Lightening Spray ætti ekki að nota í náttúrulega brúnt hár eða aðra dökka liti, hár sem hefur verið mikið og ítrekað aflitað eða hvítt- og platínum ljóst hár
 • Eftir hárþvott með Go Blonder sjampói og næringu, er spreyinu úðað jafnt yfir allt hárið meðan það er blautt/rakt
  • Úðaðu vel yfir allt hárið og skiptu því upp til að ná til allra svæða
  • Greiddu efninu í gegnum hárið og þurrkaðu það með hárblásara, efnið virkjast við hita
  • Úðaðu í rót hársins ef þarf, greiddu í gegn og blástu hárið með hárblásara
 • Ekki nota oftar en einu sinni milli hárþvotta
 • Ekki nota oftar en 10 sinnum milli hárlitana

Hentar:

 • Ljósu hári sem hefur ekki verið ofmeðhöndlað og er hvorki hvítt né platínum ljóst.

Ávinningur:

 • Lýsir ljóst hár um allt að tvo tóna
 • Gefur þér sólkyssta lokka allt árið um kring
 • Úðinn inniheldur hitavörn svo ekki þarf að nota hana aukalega við notkun

Sérstök varnarorð:

Go Blonder Controlled Lightening Spray inniheldur Hýdrogen Peroxíð. Hættu notkun ef þú finnur fyrir ertingu í húð, miklum hárþurrk eða ef hár brotnar auðveldlega. Þessi vara lýsir hár þitt varanlega. Ekki að nota spreyið í náttúrulega brúnt hár eða aðra dökka liti, hár sem hefur verið mikið og ítrekað aflitað eða hvítt- og platínum ljóst hár. Aðeins ætlað útvortis og á hár á höfði. Ekki nota úðann ef þú ert með viðkvæman hársvörð eða sár á höfði. Þvoðu hendur strax eftir notkun eða vertu í einnota hönskum við notkun. Forðastu snetringu við augu og önnur viðkvæm svæði. Ef efnið berst á þessi svæði skaltu strax skola vandlega með vatni. Ekki geyma vöruna í miklum hita eða sólarljósi. Verjið yfirborðsefni s.s. fatnað fyrir úðanum og geymið þar sem börn ná ekki til.

Fæst í 100 ml.

[fusion_button link=”https://www.heimkaup.is/john-frieda-sheer-blonde-gb-controlled-lightening-sprey?vid=123346″ text_transform=”” title=”Fer með þig á Heimkaup.is” target=”_blank” link_attributes=”” alignment=”right” modal=”” hide_on_mobile=”small-visibility,medium-visibility,large-visibility” class=”” id=”” color=”custom” button_gradient_top_color=”#fbdd00″ button_gradient_bottom_color=”#fbdd00″ button_gradient_top_color_hover=”#fbdd00″ button_gradient_bottom_color_hover=”#fbdd00″ accent_color=”#000000″ accent_hover_color=”#000000″ type=”” bevel_color=”” border_width=”” size=”” stretch=”default” shape=”” icon=”” icon_position=”left” icon_divider=”no” animation_type=”” animation_direction=”left” animation_speed=”0.3″ animation_offset=””]Kaupa[/fusion_button]