CU2 Heildsala > Vörur > Baby > Beach BaBe Sea SaLT SPraY

Beach BaBe Sea SaLT SPraY

Ef þú elskar hárið á þér þegar þú ert nýkomin úr sjónum og það hefur þornað í sólinni þá er sjávarsaltspreyið einmitt fyrir þig!

Þetta einstaka mótunarsprey gefur þér villta, úfna áferð sem þú getur annars eingöngu fengið eftir að hafa synt í sjónum. Spreyið hentar einnig vel þegar þú þarft meiri áferð í hárið til þess að móta og halda greiðslu í því.

Inniheldur blöndu af 26 steinefnum úr Dauðahafs salti, sem gerir það að verkum að hárið á þér verður áfram mjúkt viðkomu en með meiri fyllingu og lagskiptingu. Sólblóma kjarni gefur að auki hárinu raka og gljáa.

Fæst í 150ml.