For privacy reasons YouTube needs your permission to be loaded.
I Accept

Fyrir hár sem er að niðurlotum komið eftir aflitanir, hitamótunartæki og efnameðferðir. Hair Apology er áhrifarík viðgerðarlína sem endurbyggir viðkvæmt og veikburða hár.

Segðu fyrirgefðu við hárið þitt sem hefur þurft að þola svo margt og er nú vannært og óhamingjusamt. Hair Apology svarar neyðarkallinu og umbreytir hárinu strax frá fyrstu notkun. 

Línan inniheldur kröftuga blöndu virkra efna sem styrkja og endurbyggja hárið þitt og verja það gegn frekari skemmdum. Capuaçu- og kakósmjör mýkja og endurheimta teygjanleika hársins meðan E-vítamín, Aloa Vera og Sólblómaolía næra hárið innan frá.

Hair Apology hjálpar þér að ferðast aftur til þess tíma þar sem hárið þitt var heilbrigt og hamingjusamt með því að snúa við áhrifum skemmda á hárið og gera það mjúkt og sterkt frá fyrstu notkun. Dekraðu við hárið og settu smá ást í það með Hair Apology.

Hair Apology Shampoo Headline

VEGAN

Súlfatlaust viðgerðarsjampó sem hreinsar burt óhreinindi og olíu án þess að raska náttúrulegu rakastigi hársvarðarins sem gerir það fullkomið til daglegrar notkunar.

Berðu í blautt hár, og nuddaðu varlega þar til freyðir. Skolaðu vel úr. Til þess að sjampóið freyði meira og hreinsi betur, sett smá vatn og nuddaðu meira. Gott er að endurtaka hárþvott þegar notað er súlfat frítt sjampó.

Hair Apology Shampoo tube
Hair Apology Kaupa takki
Hair Apology Co

VEGAN

Smelltu blautum kossi á þurrt og skemmt hár með þessari áhrifaríku næringu sem er stútfull af rakagefandi olíum. Næringin endurheimtir teygjanleika hársins, mýkir það og gerir við skemmdir.

Berðu næringuna jafnt í gegnum hárið eftir að hafa þvegið þér með sjampóinu. Láttu bíða í eina til tvær mínútur og skolaðu vel úr.

Hair Apology Kaupa takki

VEGAN

Lítill bleikur vinnuþjarkur, sem er ekki bara mýkjandi leave-in næring heldur einnig hitavörn, glans- og flókasprey! Þetta undrasprey nærir og ver skemmt,  ofmeðhöndlað hár fyrir frekari skemmdum. Styrkir, ver gegn brotnum og klofnum endum og temur erfiða lokka.

Hristu vel fyrir notkun. Spreyjaðu vel yfir handklæðaþurrt hár og greiddu í gegn. Leyfðu hárinu að þorna eða blástu það. Bestur árangur næst ef notað er eftir hvern þvott.

Hair apology Leave-in Spray
Hair Apology Kaupa takki
Hair Apology Booster Treatment

VEGAN

Box með 4 stökum hármeðferðum sem innihalda E-vítamín og Aloa Vera til þess að gefa hárinu djúpa næringu, leysa flóka, styrkja og mýkja hárið svo það verði silkimjúkt og glansandi.

Berðu í hárið eftir þvott og bíddu í 5-10 mínútur. Skolaðu vandlega úr og berðu hárnæringuna í til þess að binda rakann inni í hárinu. Eftir að meðferðin hefur verið opnuð er hægt að snúa tappanum við og skrúfa hann aftur á, tilbúin fyrir næsta neyðarkall.

Hair Apology Kaupa takki
Hair Apology Power Shots

VEGETARIAN

Byltingarkennd neyðarskot sem endurbyggja viðkvæmt og veikburða hár og verja það gegn skemmdum. Hvert hylki inniheldur ofurskammt af prótíni, silki og keratíni sem saman græða ný og gömul hársár. Þessir litlu dropar gefa hárinu geislandi gljáa, verja það gegn raka í andrúmsloftinu og hita frá hitamótunartækjum.  

Snúðu toppnum af hylkinu og kreistu serumið í lófan á þér áður en þú berð það frá miðju og niður í enda á handklæðaþurru hári. Leyfðu hárinu að þorna eða blástu það. (Hylkin eru 100% niðurbjótanleg).

Hair Apology Power Shots
Hair Apology Kaupa takki
Hair Apology Bottom Banner