Lee Stafford

Lee Stafford er einn af stærstu hárgreiðslumönnum fræga fólksins í Bretlandi. Hann gerir hár viðskiptavina sinna ekki bara stórkostlegt heldur hefur hann líka þróað margverðlaunaðar hárvörur, auk þess að reka hárgreiðsluskóla og nokkrar fyrsta flokks hárgreiðslustofur í London.

Hann hefur unnið til margra persónulegra verðlauna sem hárgreiðslumaður, sem og ótal verðlauna fyrir hárlínu sína Lee Stafford Haircare en Lee tekur þátt í hverju þróunarstigi vörulínunnar: „ Ég rannsakaði og sannprófaði þessar vörur í tvö og hálft ár áður en ég var fullkomlega ánægður með þær og þess fullviss að vörurnar geri einmitt það sem þær eru sagðar gera. Í leiðinni tókst mér að gera starfsfólk mitt hálfbrjálað á mér fyrir vikið“. Hver vara í línunni er mjög persónuleg fyrir Lee og setur hann eingöngu vörur á markað sem hann telur vera „Hina fullkomnu hársnyrtivöru“.