Loksins, lína sem vinnur gegn fíngerðu Frizzy hári!

Með yfir 30 ára reynslu í að þróa vörur fyrir Frizzy hár er óhætt að segja að John Frieda þekki vandamálið vel og hjálpi ótal konum um allan heim að temja úfið og erfitt hár. En hvað er Frizz eiginlega? Við skilgreinum Frizz sem ástand þar sem hár verður úfið og erfitt þegar það kemst í snertingu við raka í andrúmsloftinu.

Hver er þá lausnin?

Rétt blanda innihaldsefna sem hindra það að raki geti smogið inn í hárið og látið það líta út eins og hár á gamalli Barbídúkku. Sem er yfirleitt ekki neitt sérstaklega eftirsóknarvert! Í allri baráttunni við þetta Frizz fyrirbæri hefur þó hópur kvenna orðið útundan. Það er sá hópur kvenna sem er með Frizzy, en fíngert hár. Hingað til hafa vörurnar í Frizz Ease línunni okkar hentað betur þeim konum sem hafa gróft þykkt hár og hafa því verið of þungar fyrir fíngert hár. Þar til nú…

For privacy reasons YouTube needs your permission to be loaded.
I Accept

Nýja Weightless Wonder er fyrir þennan hóp – Lína af fjaðurléttum lausnum fyrir fíngerða úfna lokka. Létt formúlan sléttir, róar og ver hárið fyrir áhrifum raka í andrúmsloftinu án þess að þyngja það. Hvort sem þú ert hlaupandi milli húsa í rigningunni, sötrandi drykk á sundlaugarbakkanum eða á fullu í ræktinni, þá verja innihaldsefni Weightless Wonder hárið fyrir rakanum svo þú lítir ekki út eins og eftir fárviðri undir Hafnarfjalli!

Weightless Wonder línan samanstendur af þremur vörum:

Weightless Wonder Shampoo

Weightless Wonder Shampoo

Létt og loftkennd froðan í sjampóinu hreinsar hárið á mildan hátt – jafnvel þótt það sé notað daglega. Blandan í sjampóinu smýgur inn í hárstrendinginn og gerir það að verkum að raki kemst síður inn í hárið og verndar það þannig fyrir Frizz hvort sem það rignir eða blæs.

Nánar
Weightless Wonder Conditioner

Weightless Wonder Conditioner

Ofurlétt næringin mýkir hárið og greiðir úr flóka án þess að þyngja það. Formúlan ræðst á skemmdir í hárinu, sléttir úr yfirborðinu, endurbyggir teygjanleikann og gerir hárið mjúkt viðkomu. Næringin inniheldur rakagefandi Aloa Vera vatn og hjálpar þér í Frizzbaráttunni.

Nánar
Weightless Wonder Creme

Weightless Wonder Creme

Hárkrem sem er léttara en þú heldur! Kremið sléttir, nærir og mýkir fíngert hár auk þess að virka sem eins konar varnarlag gegn raka í andrúmsloftinu. Hárið þitt ætti því ekki að bregðast við rigningunni eins og vanalega. Vegna þess hve létt blandan er er auðvelt að bera hana jafnt í allt hárið sem minnkar jafnframt líkur á að varan safnist upp og þyngi hárið. Kremið má bera í bæði blautt og þurrt hár. Kipptu brúsanum með þér í veskið eða hafðu hann við hendina í vinnunni til þess að lagfæra óþekka lokka í dagsins önn.

Nánar