Luxurious Volume

Fíngert, flatt og líflaust hár sem erfitt er að forma getur verið bæði krefjandi og hvimleitt. Hár sem, alveg sama hvað þú gerir við, heldur ekki neinni greiðslu og krullurnar sem þú eyddir hálftíma í að móta leka jafnharðan úr. Ef þessi lýsing á við um þig þá viljum við bara segja þér að… þú ert ekki ein! Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að Luxorious Volume línan er ein sú vinsælasta í John Frieda meðal íslenskra kvenna. Það virðist einfaldlega vera meira um fíngert hár í okkar genum en mörgum af nágrannaþjóðum okkar ef eitthvað er að marka þessar vinsældir. Góðu fréttirnar eru þó þær að það eru til ýmsar vörur sem hjálpa þér að ná fram þeirri greiðslu og fyllingu sem þú vilt. Ekki láta flatt hár draga þig niður. Umbreyttu frekar hárinu með réttu vörunum og náðu nýjum hæðum (bókstaflega).

Má bjóða þér fría prufu?

Já takk
Fyrir fíngert hár:
Það er fátt betra en sú tilfinning þegar þú gengur út af hárgreiðslustofunni og hárið skoppar í takt við göngulagið, með fullkomna fyllingu. Þér líður eins og þú sért allt í einu með helmingi meira hár. En af hverju ekki að líða þannig alla daga? Touchably Full sjampó og næring gefa þér lyftingu en viðhalda mýkt hársins án þess að þyngja það.

Fyrir mjög fíngert hár:
Ef þú ert með mjög fíngert hár sem þarf aukinn styrk og meira hald er Core Restore línan fyrir þig. Vörurnar innihalda prótein sem byggir hárið upp með hverjum þvotti. Okkur sem erum með fíngert hár hættir til að sleppa hárnæringu af ótta við að hún þyngi hárið og geri það slepjulegt. Core Restore hárnæringin er hins vegar glær eins og gel og þyngir ekki. Þú getur því gefið hárinu rakann og næringuna sem það þarf án þess að fórna fyllingunni.