Gefðu þyrsta hárinu þínu rakann sem það þarfnast!

Með nýju Hydrate & Recharge línunni frá John Frieda

Ýttu á PÁSU til að næra og endurvekja.

Í okkar hraða nútímasamfélagi er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að ýta á ´Pásu´- takkann öðru hvoru. Til þess að virkilega taka smá pásu og endurnæra sig er vatn, sem uppspretta alls lífs, einstaklega mikilvægt.

En það er ekki bara líkami okkar sem þarf vatn til að endurnærast, hárið þitt þarfnast þess líka.
Hárið okkar þarf að þola margt á hverjum degi sem getur haft þau áhrif að hárið verður þurrt, brothætt og líflaust. En þeir dagar eru liðnir. Nú getur þú endurlífgað hárið þitt með einstöka rakabústinu Hydrate & Recharge.

Nýja Hydrate & Recharge línan okkar er stútfull af næringarríkri manoi olíu og styrkjandi keratíni. Þessi byltingarkennda blanda virkar eins og uppistöðulón í innviðum hvers hárstrendings og gerir það að verkum að vatn helst lengur í hárinu. Þetta tryggir hárinu einstakan raka sem kemur innanfrá og endurnært útlit utanfrá.

Svalaðu þorstanum og gefðu hárinu drykk!

For privacy reasons YouTube needs your permission to be loaded.
I Accept

Hydrate & Recharge Shampoo

Sjampó með keratíni og manoi olíu sem hreinsar þurrt og brothætt hár á mildan hátt. Það undirbýr hárið til að taka á móti frekari raka.

Nánar

Hydrate & Recharge Conditioner

Næringin okkar umbreytir þurrum og stökkum hárstrendingum í silkimjúktog glansandi hár. Full af næringarríkum dropum, sem innihalda keratín og manoi olíu, hjálpar hún til við að byggja upp rakabyrgðir inni í hverju hári.

Nánar
John Frieda Hydrate & Recharge Masque

Hydrate & Recharge Deep Soak Masque

Þarftu auka rakabúst? Dekraðu við hárið með risavöxnum þorstasvalandi drykk í formi djúpnæringar. Þessi áhrifaríka meðferð mun gera sjáanlega við hárið þitt auk þess að gefa því einstakan raka. Inniheldur nærandi manoi olíu og styrkjandi keratínblöndu. Lífgar upp á þurrt og þreytt hár svo það fer endurnært með þér út í daginn.

Nánar
Hydrate & Recharge Logo