Andlitsvörur

Meira en 40% af allri plastnotkun heimsins kemur til vegna umbúða ýmissa vara og alls enda 8 milljón tonn af plasti í sjónum á hverju ári vegna foks frá landfyllingum og rangrar förgunar.
Þessar staðreyndir urðu kveikjan að stofnun Ethique, en meginmarkmið vörumerkisins er að gera hágæða hreinlætis- og snyrtivörur algjörlega án þess að plast komi þar nokkurs staðar við sögu.
Ethique var stofnað árið 2012 og hefur síðan hlotið fjölda verðlauna m.a. fyrir að vera eitt sjálfbærasta snyrtivörumerki í heiminum í dag. Hárvörur merkisins eru iðulega á listum yfir bestu hárvörukubba á markaðnum og hafa sjampóin hæstu stjörnugjöf allra sjampókubba á Amazon.com.
Vörur Ethique eru ávallt framleiddar á sjálfbæran hátt, eru vegan, án pálm olíu og í niðurbrjótanlegum umbúðum.

For privacy reasons YouTube needs your permission to be loaded.
I Accept

Ethique andlitsvörur

Annað frá Ethique