Sólarvörur

Childs Farm sólarvarnirnar koma í tveimur styrkleikum, 30 og 50 SPF og eru unnar úr eins náttúrulegum efnum og kostur er. Formúlan í sólarlínunni er létt, ilmefnalaus, vatnsfráhrindandi og ver húðina gegn UVA og UVB geislum sólarinnar. Kremin eru einstaklega rakagefandi og henta vel fyrir viðkvæma húð, jafnvel þau sem eru gjörn á að fá exem.

Childs Farm sólarvarnirnar eru í þremur mismunandi formum vegna þess að við vitum að ein gerð hentar ekki alltaf öllum. Til dæmis er sólarspray fljótlegt og þægilegt í notkun þegar verið er að bera á utandyra eins og á sólarströnd. Á meðan roll-on er sniðugt þegar við erum á ferðinni og það þarf að smella vörn á minni svæði eins og andlit og hendur. Tilvalið í leikskólahólfið. Kremin eru klassísk og með þeim er auðvelt að þekja stór og smá húðsvæði hvenær sem er.

Hér getur þú lesið meira um hvernig er best að bera sólarvörn á börnin

Sólarvörn fyrir börn

Boy using Childs Farm Sun Roll-on