Blonde hringurinn

Aðeins ljóskurnar vita af eigin raun hvað það er erfitt að ná fram, og halda hinum fullkomna ljósa lit. Það getur farið illa með hárið að lýsa það og hárstrendingarnir eru opnir og viðkvæmir á eftir, hárið þurrt og getur brotnað auðveldlega. Ljósi liturinn er einnig viðkvæmur fyrir sólarljósi og efnum í umhverfinu svo að hann á til að gulna og verða kopartóna.

Við vitum hvað þarf til að viðhalda heilbrigðum ljósum lokkum og þess vegna inniheldur
Sheer Blonde línan okkar fjórar mismunandi undirlínur sem sinna ólíkum þörfum eftir því hvar í ljóskuhringnum þær eru.

  1. Raki

Þegar ljóst hár er ný-litað er það opið og viðkvæmt. Það þarf því nægan raka og næringu til að jafna sig. Highlight Activating Moisturising sjampó og næring innihalda m.a. rakagefandi avókadóolíu.

2. Litaleiðrétting

Colour Renew kælir ljósa litatóna með því að fjarlægja gula- og kopartóna. Nógu milt til að nota á hverjum degi.

3. Gljái

Þegar hárið er farið að verða matt og liturinn líflaus birtir Brilliantly Brighter það upp og skerpir tóna þess með því að umlykja það ljósendurkastandi perludufti. Vörurnar loka og slétta hvern hárstrending og gefa því geislandi gljáa.

4. Lýsing

Þegar líða fer að næstu litun, getur Go Blonder línan lýst hárið aftur um allt að tvo tóna. Hárið fær á sig frísklegt “nýkomin úr litun” útlit.
Spreyið er tilvalið að nota í rótina ef fresta á næstu litun.