Dökkir blettir melasma - Bella Aurora mynd
Dökkir blettir eftir bólgur - Bella Aurora

Bella Aurora – Sérfræðingur í dökkum blettum

Bella Aurora var stofnað árið 1890 í Aurora í Bandaríkjunum, það þýðir að merkið hefur verið á markaði í 130 ár! Merkið er mjög þekkt á Spáni og hafa kremin prýtt baðherbergishillur kvenna þar í margar kynslóðir.

Það sem skilur Bella Aurora að frá öðrum húðvörumerkjum er sérþekking í rannsóknum á húðblettum og þróun vara sem vinna gegn þeim. Allar vörur sem Bella Aurora framleiðir eru hannaðar til þess að berjast við bletti eða koma í veg fyrir blettamyndun, en jafna að auki húðlit, gefa húðinni aukinn ljóma og berjast gegn áhrifum öldrunar.

Hvað veldur blettum

Dökkir blettir í húð geta verið af ýmsum toga og verða til við aukna melanín framleiðslu í húðinni. Dökkir blettir eru til dæmis:

  • freknur
  • sólarblettir
  • elliblettir
  • fæðingarblettir

Hormónabreytingar geta valdið aukinni blettamyndun og það er ekki óalgengt að konur fái svokallað melasma við þungun eða við inntöku á getnaðarvarnarpillum.
Sólin er þó algengasti skaðvaldurinn þegar kemur að brúnum blettum þar sem melanín framleiðsla eykst til þess að verja húðina frá bruna. Þeir sem eru með ljósa húð eru í meiri hættu á að fá sólarbletti en aðrir.

Hvernig get ég komið í veg fyrir blettamyndun
Til þess að koma í veg fyrir blettamyndun og/eða halda henni niðri er nauðsynlegt að nota sólarvörn með háum varnarstuðli daglega, allan ársins hring og endurnýja reglulega. Það þarf að hafa í huga að ef sólin fær að skína á svæði sem er óvarið getur jafnvel margra mánaða meðferð við blettum fengið bakslag.
Skrúbbur er einnig mjög mikilvægur í meðferð og forvörn við blettum þar sem hann hraðar frumuendurnýjun og lýsir húðina.

Bella Aurora lógó

Fylgdu okkur

Sölustaðir

  • Lyfjaval

  • Apótek Garðabæjar

  • Urðarapótek

  • Lyfsalinn

  • Efstaleitis Apótek

  • Siglufjarðar Apótek

Greinar

Dökkir blettir – Tegundir og hvað er til ráða

Blettamyndun í andliti er algengari en margir halda, ekki síst á Íslandi, og getur valdið þeim sem þjást af þeim mikilli vanlíðan.

Nánar