Þetta létta sprey lyftir hárrótinni og gefur aukna fyllingu. Spreyið inniheldur blöndu efna sem næra bæði hárið og hársvörðinn. Niacinamide og grænt te hjálpa við að róa hársvörðinn og verja hárið gegn áhrifum sindurefna í umhverfinu. B5-vítamín dregur til sín raka og hárið verður vel nært, glansandi og minna rafmagnað.

Prófað af húðlæknum, laust við paraben og SLS.

Notkunarleiðbeiningar

Skref 1: Spreyjaðu í rakan hársvörð þannig að þú fáir góða lyftingu í rótina.

Skref 2: Spreyjaðu yfir allt hárið fyrir fyllingu í allt hárið.

Skref 3: Láttu þorna náttúrulega, eða blástu hárið fyrir öfundsverða fyllingu.

Skref 4: Fyrir bestan árangur, notist í hvert skipti sem þú þværð eða greiðir hárið. Má nota hvenær sem er dagsins til þess að fá aukna lyftingu í hárið.