Til þess að ljóst hár glansi á heilbrigðan hátt þarf ljós að geta ferðast í gegnum hárið. Skiptir þá öllu máli að það sé hreint og viðeigandi vörur notaðar sem ætlaðar eru ljósu hári svo það fái ekki á sig matta slikju.

Brilliantly Brighter sturtumeðferðin gefur hárinu djúpan raka og birtir litatónana í ljósu lokkunum þínum. Meðferðin inniheldur perluduft sem gefur hárinu glitrandi gljáa og eykur ljós endurkast. Hárið verður silkimjúkt, skínandi bjart og glansandi.

Athugaðu að meðferðina á EKKI að nota í platínumljóst og grátt hár.

Notkun:

 • Eftir hárþvott með Brilliantly Brighter Shampoo skaltu vinda mest af vatni úr hárinu og bera vel af meðferðinni í það
  • Skiptu hárinu í efri og neðri hluta og byrjaðu á að bera meðferðina í neðri hluta hársins
  • Berðu meðferðina næst í efri hluta hársins og gættu þess að ná öllu hári. Þú ættir að þurfa ríflega 3x meira af meðferðinni en þú þarft af venjulegri hárnæringu
  • Þvoðu hendurnar
 • Bíddu í 5 mínútur og skolaðu svo vandlega úr
 • Meðferðina ætti ekki að nota aftur fyrr en eftir 3 þvotta

Hentar:

 • Ljóst litað hár sem skortir gljáa og líf
 • Hentar ekki hvítu- eða platínum ljósu hári þar sem meðferðin getur haft áhrif á litinn

Ávinningur:

 • Gefur ljósu hári geislandi gljáa og eykur endurkast

Fæst í 120ml túpu.

Kaupa