Home/Ethique/Hár/Tone It Down Purple Shampoo

Tone It Down Purple Shampoo

Tone It Down Purple Shampoo er nettur, fjólublár sjampókubbur sem hjálpar þér að viðhalda köldum tóni í ljósa hárinu þínu alveg án þess að plastbrúsi komi þar nokkurs staðar við sögu. Sjampóið inniheldur hvorki súlföt né litarefni unnin úr jarðolíu og er því mildara en önnur hefðbundin tóner sjampó. Notist í hverjum þvotti fyrir bestan árangur.

Ethique sjampókubbar innihalda ekki sápu og henta þess vegna öllu hári, líka lituðu.

Pro tip: Það er alltaf mælt með því að þvo hárið tvisvar með sjampói í hverjum þvotti til þess að hreinsa bæði hárið og hárvörðinn og ná burt öllum hármótunarefnum.

Þessi magnaði kubbur jafnast á við 3 x 350 ml brúsa af hefðbundnu sjampói.

Til þess að kubburinn endist sem best skaltu geyma hann í íláti þar sem hann helst þurr, við mælum með Ethique geymsluboxunum sem passa nákvæmlega utan um einn sjampókubb og einn næringarkubb.

 • Cruelty Free
 • Vegan
 • Án Pálmolíu

Notkun:

 • Bleittu hárið vel og renndu síðan Tone It Down sjampókubbnum nokkrum sinnum yfir hárið, frá rót til enda
 • Leggðu frá þér kubbinn og nuddaðu hárið vel þar til freyðir
 • Skolaðu hárið vandlega og endurtaktu
 • Fyrir bestan árangur skaltu bera Tone It Down Purple Conditioner í hárið

Hentar:

 • Öllum gerðum af ljósu hári

Ávinningur:

 • Vinnur gegn kopar- og gulum tónum í ljósu hári
 • Hreinsar hárið á mildan hátt
 • 100% Sápulaus og hefur því ekki áhrif á PH-gildi hársins og hársvarðarins

Fæst sem 110g kubbur

Kaupa

 

For privacy reasons YouTube needs your permission to be loaded.
I Accept

Upplýsingar

Tone It Down Purple Shampoo 110g – ETID110

Sölustaðir:

 • Hagkaup – Kringlu, Smáralind, Garðabæ og Skeifu
 • Heimkaup.is
 • Beautybox.is
 • Vistvera.is
 • Lyfsalinn
 • Apótek Hafnarfjarðar
 • Garðs Apótek
 • Reykjanesapótek
 • Apótek Vesturlands
 • Akureyrarapótek
 • Apótek Ólafsvíkur
 • Siglufjarðar Apótek
Go to Top