Nýtt sjampó frá Childs Farm sem er sérstaklega fyrir viðkvæman hársvörð. Sjampóið inniheldur Salicylic Acid sem hreinsar burt dauðar húðflögur á mildan hátt og róar hársvörðinn.

Sjampóið fjarlægir laus og dauð ytri lög húðarinnar, og gefur hársverðinum ferska og kitlandi tilfinningu á stundum. Það inniheldur líka náttúrulega bólgueyðandi eiginleika. Salicyclic Acid, sem kemur úr víðiberki, er aðalinnihaldsefnið í aspríni, og hefur verið notað frá tímum rómverja til þess að draga úr sársauka og bólgum.

Sjampóið hefur yfir 98% náttúruleg innihaldsefni. Það eru engin gervi litarefni og það er laust við paraben, SLS og steinefnaolíur.