BLEAch BLondes Everyday Colour Care Spray er litavarnarspray sem ver ljósa litinn þinn gegn áhrifum sólar, klórs og salts. Vökvinn mýkir einnig hárið og losar um flækjur án þess að þyngja það. Hjálpar þér að viðhalda fallegum tón í ljósa hárinu þínu ásamt því að gefa því raka, mýkt og aukinn glans. Fullkominn ferðafélagi í sundtöskuna eða hvar sem sólin skín.
Ráð frá Lee: Til þess að verja hársvörðinn fyrir sólbruna er gott að greiða hárið í tagl eða breyta skiptingu hársins yfir daginn.
Notkun:
- Hristu brúsann vel fyrir notkun
- Úðaðu vökvanum í blautt eða þurrt hár úr u.þ.b 30 cm fjarlægð
Hentar:
- Náttúrulega ljósu eða lituðu ljósu hári
Ávinningur:
- Ver ljóst hár fyrir litabreytingum sem geta stafað af UV geislum, Klór og salti
- Leysir um flóka og nærir hárið
Fæst í 100ml spreybrúsa