Hraðinn í nútíma samfélagi getur gert okkur stressuð og sljó, og mörg bregðumst við því með því að halda okkur frá samfélagsmiðlum í smá tíma og hreinsa til í matarræðinu. Við erum þó sem betur fer farin að þekkja merki streitu betur og orðin nokkuð góð í að finna hvenær við þurfum að taka frá meiri tíma fyrir okkur sjálf.

En hvað ef hárið þarf líka smá ást og afeitrun?

Hárið okkar þarf nefnilega að þola ýmislegt á hverjum degi. Veðrabreytingar, hitamótunartæki og uppsöfnun hármótunarvara eru aðeins nokkrir af þeim hlutum sem hafa slæm áhrif á hárið og geta gert það slappt og líflaust. Hár sem er undir álagi er þurrt, skemmt og viðkvæmt. Það brotnar auðveldlega og er gróft viðkomu.
Afeitrun og djúp viðgerð er það sem hárið þarfnast í þessu ástandi, ásamt raka – mikils raka!
Nýja Detox & Repair línan hefur einstök afeitrandi áhrif og inniheldur nærandi avocado olíu og grænt te. Hún er stútfull af A, B og E vítamínum auk andoxunarefna sem hjálpa þér að endurheimta raka og mýkt hársins.

Við getum ekki breytt áhrifum umhverfisins á hárið á þér, en við getum hjálpað þér að draga úr skaðanum með réttu vörunum.

For privacy reasons YouTube needs your permission to be loaded.
I Accept

Detox & Repair Shampoo

Sjampóið nær á einstakan hátt að hreinsa burt öll uppsöfnuð óhreinindi og mótunarvöru úr hárinu og skilur við það tilbúið til að drekka í sig næringuna sem á eftir kemur. Mundu bara að þvo hárið með sjampói tvisvar í hvert skipti, þannig nærðu hámarksárangri og finnur greinilegan mun!

Nánar

Detox & Repair Conditioner

Næringin veitir öfluga viðgerð og gefur hárinu góðan raka með avocado olíu, án þess þó að þyngja það um of.

Nánar

Detox & Repair Masque

Djúpnæringin gefur hárinu einstakan raka og gerir við skemmdir sem hárið hefur orðið fyrir.

Mundu að djúpnæringu á alltaf að nota milli notkunar á sjampói og hárnæringar.

Nánar
JF_Detox&Repair Conditioner and Masque bottles

Detox & Repair Care & Protect Spray

Þetta létta sprey ver hárið gegn áhrifum frá hitamótunartækjum og frekari skemmdum úr umhverfinu.

Detox & Repair Care & Protect Spray er hitavörn og næringarsprey í einum brúsa sem veitir hárinu vörn gegn sliti og brotnum endum, ásamt því að gefa hárinu raka og næringu út í daginn. Spreyinu er úðað í hárið meðan það er rakt og svo er það mótað eins og venjulega.

Nánar