Pink Stór Hárbursti

Stór og mikill alhliða hárbursti fyrir stórt og mikið hár. Þetta er þessi stóri sem þú grípur í alltaf þegar þú þarft að greiða hárið þitt vel í gegn og losa um allar flækjur. Hann er ávallt til staðar fyrir þig og gerir það sem hann á að gera – þú getur alltaf treyst á […]

Hárgreiðslubursti

Sannkallaður hártemjari! Þessi netti bursti er frábæri þegar þú ert að móta flott tagl eða annað „updo“. Þessi netti bursti getur sinnt mörgum hlutverkum þegar þú ert að móta greiðsluna þína, hann sléttir úr litlu hárunum sem standa gjarnan uppúr, ýfir og létt túberar og oddmjótt haldfangið hjálpar þér að gera fallega skiptingu.

Coco Loco Mini Hárbursti

Lítill og nettur bursti sem passar vel í veskið eða ræktartöskuna. Þessi litli sæti bursti passar fullkomlega í veskið og hjálpar þér að líta vel út allan daginn. Nylon pinnar burstans hafa verið meðhöndlaðir með kókosolíu sem gefur hárinu þínu bæði raka og gljáa þegar það er greitt.

Stóra Sturtugreiðan

Sturtugreiða sem hjálpar þér að losa um flækjur og dreyfa bæði hárnæringu og djúpnæringu jafnt í allt hárið. Þessi bursti er einn af þeim sem þú vissir ekki að þig vantaði fyrr en þú eignast hann. Að bera hárnæringu og djúpnæringu jafnt í hárið er auðveldara og þú nærð að losa um allar flækjur á […]

Sjampó Nuddbursti

Lítill og handhægur bursti sem nuddar og örvar blóðflæði í hársverðinum og sér til þess að sjampóið nuddist vel í hárið og hársvörðinn. Við trúum því að heilbrigður og vel nærður hársvörður er lykillinn að heilbrigðu hári. Þess vegna gerðum við þennan litla en máttuga sjampó nuddbursta.

Pink Túberingargreiða

Túberingargreiða frá Lee Stafford sem hjálpar þér að gera hárgreiðsluna stærri og meiri um sig. Þessi túberingarbursti er með tvískiptum pinnum sem saman gera enn áhrifaríkari fyllingu í greiðsluna. Endi burstans er oddmjór sem hjálpar þér að gera fallegar skiptingar í hárið.