bio 10 - Meðferðarlína

Stoðvörur

Meðferð við dökkum blettum

Blettamyndun í andliti er algengari en margir halda, ekki síst á Íslandi, og getur valdið þeim sem þjást af þeim mikilli vanlíðan. Sól, streita, hormónabreytingar og tíminn eru helstu óvinir húðarinnar og hraða öldrun hennar. Einkenni öldrunar birtast meðal annars í húðþurrki, myndun dökkra bletta, minni teygjanleika, hrukkum og skort á húðljóma.

Hvað veldur blettum?
Dökkir blettir í húð geta verið af ýmsum toga og verða til við aukna melanín framleiðslu í húðinni. Blettir eru til dæmis freknur, sólarblettir, elliblettir eða fæðingarblettir. Hormónabreytingar geta valdið aukinni blettamyndun og það er ekki óalgengt að konur fái melasma við þungun eða við inntöku á getnaðarvarnarpillum.